Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, segir Úkraínu eiga það fylli­lega skilið að halda Euro­vision á næsta ári. Hann vill að þeim sé gefið tæki­færi til að halda söngva­keppnina. BBC greinir frá þessu.

Sam­tök Evrópskra sjón­varps­stöðva (EBU) til­kynntu í gær að þau hafi gengið til við­ræðna við breska ríkis­sjón­varpið (BBC) um að halda Euro­vision á næsta ári. Eftir mat á að­stæðum í Úkraínu kemur í ljós að ekki sé hægt að gæta fyllsta öryggis þar vegna stríðsins.

„Úkraínu­menn unnu keppnina drengi­lega, jafn­vel þótt við höfum haft frá­bært fram­lag. Þeir ættu að fá tæki­færi til að halda keppnina,“ sagði John­son við BBC eftir að hafa snúið til baka frá Úkraínu.

Hann benti á að Euro­vision sé haldið eftir næstum ár. „Það verður allt orðið fínt þegar kemur að því að halda Euro­vision,“ sagði John­son og bætti við að það væri heiður fyrir Úkraínu að halda Euro­vision. „Þetta sendir sterk skila­boð til heimsins, og það heldur allur heimurinn með þeim núna,“ sagði hann.

Úkraínsk yfirvöld eru ósátt með ákvörðun EBU. Menningarmálaráðherra Úkraínu telur Úkraínu geta haldið keppnina. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði tekin til endurskoðunar," sagði hann í gær.

Nokkrar borgir í Bret­landi hafa lýst yfir á­huga á að halda Euro­vision ef hún verður haldin í Bret­landi, þar á meðal eru Glas­gow, Leeds, Manchester og London.