Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, nýtti sér slökun á samkomubanni á Englandi til að fara í klippingu. Í heimsókn á byggingarsvæði í Yorkshire eftir hádegi í dag var hann með mun styttra hár en í gær.

h_56197351.jpg

Líkt og margir samlandar hans hefur Johnson verið með mikið og úfið hár síðustu mánuði.

Krár og rakarastofur á Englandi opnuðu á ný um helgina sem hluti af slökunum á samkomubanni þar í landi vegna COVID-19 faraldursins.

Hefur Johnson sjálfur kvartað undan því að hárið hans hafi verið orðið úfið. Sagði hann við blaðamenn að hann hefði einnig farið á krá skammt frá Chequers, sveitasetri forsætisráðherra, í gær.