Kanadíska sendi­ráðið gekk í lok síðasta mánaðar frá kaupum á ein­býlis­húsi Sól­veigar Péturs­dóttur, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra en hún sat á þingi fyrir hönd Sjálf­stæðis­flokksins. Kaup­verðið nam 265 milljónum króna. Sól­veig og eigin­maður hennar Kristinn Björns­son fyrr­verandi for­stjóri Skeljungs bjuggu í húsinu fram að and­láti hans árið 2015.

Húsið stendur við Fjólu­götu 1 en það var fyrst sett á sölu árið 2016. Glæsi­hýsið er 473 fer­metrar að stærð og er á tveimur hæðum en undir því er gesta­í­búð og vín­kjallari auk tvö­falds bíl­skúrs.

Húsið er stað­sett neðst í Þing­holtunum með út­sýni yfir Reykja­víkur­tjörn.


Sigurður Guð­munds­son arki­tekt teiknaði þessa ein­stöku fast­eign og var það byggt árið 1926. Húsið var mikið endur­nýjað árið 2002 og var hvergi til sparað meðal annars var skipt var um gólf­efni og allar inni­hurðir. Fimm salerni eru í húsinu þar af þrjú með sturtu og auk þess tvo með bað­kari.

Frétta­blaðið hefur áður fjallað um eignina en þar kom fram að fast­eigna­matið er lið­lega 174 milljónir króna. Engar veð­skuldir hvíldu á hús­eigninni, eftir því sem fram kemur í kaup­samningnum.

Kanadíska sendi­ráðið er til húsa við Tún­götu. Anne-Tam­ara Lor­re, sendi­herra Kan­ada á Ís­landi segir í sam­tali við Morgun­blaðið að eftir sendi­ráðið bauð í húsið hafi aðrir reynt að yfir­bjóða þau. Þá hafi Sól­veig gripið í taumana því henni hafi ekki staðið á sama hver myndi setjast að í húsinu.

Höllin á Fjólu­götu verður nýtt sem bú­staður fyrir sendi­herra Kanada en skrif­stofu verða á­fram við Tún­götu 14.