Breska ríkis­út­varpið, BBC, segir að tvær borgir komi til á­lita á Bret­lands­eyjum vegna Euro­vision-söngva­keppninnar sem fer þar fram á næsta ári.

Bretar munu halda Euro­vision næsta vegna á­standsins í Úkraínu en eins og kunnugt er fóru Úkraínu­menn með frækinn sigur af hólmi í keppninni á Ítalíu í vor. Bretar urðu í 2. sæti í keppninni.

Í frétt BBC kemur fram að valið standi nú á milli Glas­gow í Skot­landi og Liver­pool á Eng­landi, en áður höfðu Birming­ham, Manchester, New­cast­le og Sheffi­eld sóst eftir því að halda keppnina auk Glas­gow og Liver­pool.

Til mikils er að vinna fyrir þá borg sem heldur keppnina enda dregur hún til sín þúsundir ferða­manna á hverju ári.