Lífið

Borgin fær listaverkasafn Nínu Tryggvadóttur

Borgin fær listaverkasafn Nínu Tryggvadóttur að gjöf ásamt fasteignum bæði í Reykjavík og Manhattan.

Við undirritun viljayfirlýsingarinnar á heimili hjónanna Unu Dóru Copley og Scott Jeffries á Manhattan í New York. Frá vinstri. Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs, Una Dóra Copley og Scott Jeffires. Listamaðurinn Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) stendur á bakvið. Myndin á veggnum í baksýn er eftir Nínu Tryggvadóttur.

Borgarráð samþykkti á fundi í dag viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og hjónanna Unu Dóru Copley og Scott Jeffries um að sett verði á fót listasafn sem beri nafn Nínu Tryggvadóttur.

Reykjavíkurborg þiggur að gjöf listaverkasafn Unu Dóru Copley, erfingja Nínu og Al Copley, og Scott Jeffries, eiginmans Unu Dóru. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Al Copley og nokkur listaverk eftir samtímamenn þeirra.

 Auk þess felur viljayfirlýsingin í sér að Una Dóra og Scott arfleiða Reykjavíkurborg að fasteignum sínum á Manhattan og í Reykjavík.

Samkvæmt viljayfirlýsingunni mun Reykjavíkurborg setja á fót safn sem ber nafn Nínu Tryggvadóttir og skal það verða sjálfstæð eining, með sjálfstæðri stjórn og framkvæmdastjóra. Í safninu munu verða fastasýningar á verkum Nínu auk annarrar fjölbreyttrar starfsemi á sviði myndlistar. Stefnt er að því að finna safninu stað í Hafnarhúsinu.

Á fundi borgarráðs í morgun var því einnig samþykkt að veita borgarstjóra heimild til að undirrita viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og Faxalóahafna um kaup á eignarhlut þeirra í Hafnarhúsinu. Miðað skal við að 2/3 hlutar þess rýmis sem keypt verður af Faxaflóahöfnum verði nýttir undir safn Nínu Tryggvadóttur.

„Þetta er stórmerkilegur viðburður í íslenskri menningarsögu og frábært að fá tækifæri til að flytja Nínu aftur heim. Gjöf þeirra Unu Dóru og Scott er höfðingleg og ég efast ekki um að Reykjavíkurborg mun gera allt til að sýna Nínu Tryggvadóttur þá virðingu sem hún á skilið. Með þessari höfðinglegu gjöf skapast jafnframt einstakt tækifæri til að gera Hafnarhúsið að listamiðstöð sem á eftir að auðga menningarlíf Íslendinga enn frekar og efla miðborgina,” er haft eftir Sigurði Birni Blöndal í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Aðilar viljayfirlýsingarinnar gefa sér ríflega eitt ár til þess að ganga frá endanlegum samningum um fyrirkomulag gjafarinnar og stofnun safnsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Tíska

Kominn tími á breytingar

Auglýsing

Nýjast

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Heiða syngur sig frá á­falla­streitu­röskun

Auglýsing