Borgarleikhúsið hyggst frumsýna söngleik sem fjalla mun um Bubba Morthens, einn ástsælasta tónlistarmann íslensku þjóðarinnar, á stóra sviðinu á næsta ári en þetta kemur fram á blaðamannafundi í leikhúsinu sem fram fór fyrr í dag, en upptöku af fundinum má sjá hér að neðan. 

Óhætt er að fullyrða að tónlist Bubba hefur í gegnum árin átt sérstakan stað í hjörtu íslensku þjóðarinnar, enda hefur kappinn verið virkur í íslenskri tónlistarsenu undanfarin þrjátíu ár og selt fleiri plötur á Íslandi heldur enn okkur annar tónlistarmaður.

Í tilkynningu frá leikhúsinu kemur fram að verkið muni sæta miklum tíðindum í íslensku menningarlífi en á blaðamannafundinum verður meðal annars lifandi flutningur þar sem flutt voru stutt brot úr verkum listamannsins á Stóra sviðinu.

Á fundinum kom fram að Ólafur Egill Egilsson hefur skrifað leikrit um valda kafla í sögu þjóðarinnar undanfarin 40 ár og það hvernig tónlist og textar Bubba Morthens hafa verið nátengdir þessari sögu. 

Ítarlegt viðtal verður við tónlistarmanninn ástsæla í helgarblaði Fréttablaðsins.