Lífið

Borgar­­leik­húsið setur á svið söng­­leik um Bubba

Borgarleikhúsið kynnir nýtt verk sem sýnt verður á stóra sviðinu á næsta ári en um er að ræða söngleik um einn ástsælasta tónlistarmann íslensku þjóðarinnar, Bubba Morthens.

Bubbi söng meðal annars Rómeó og Júlía á sviði í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur

Borgarleikhúsið hyggst frumsýna söngleik sem fjalla mun um Bubba Morthens, einn ástsælasta tónlistarmann íslensku þjóðarinnar, á stóra sviðinu á næsta ári en þetta kemur fram á blaðamannafundi í leikhúsinu sem fram fór fyrr í dag, en upptöku af fundinum má sjá hér að neðan. 

Óhætt er að fullyrða að tónlist Bubba hefur í gegnum árin átt sérstakan stað í hjörtu íslensku þjóðarinnar, enda hefur kappinn verið virkur í íslenskri tónlistarsenu undanfarin þrjátíu ár og selt fleiri plötur á Íslandi heldur enn okkur annar tónlistarmaður.

Í tilkynningu frá leikhúsinu kemur fram að verkið muni sæta miklum tíðindum í íslensku menningarlífi en á blaðamannafundinum verður meðal annars lifandi flutningur þar sem flutt voru stutt brot úr verkum listamannsins á Stóra sviðinu.

Á fundinum kom fram að Ólafur Egill Egilsson hefur skrifað leikrit um valda kafla í sögu þjóðarinnar undanfarin 40 ár og það hvernig tónlist og textar Bubba Morthens hafa verið nátengdir þessari sögu. 

Ítarlegt viðtal verður við tónlistarmanninn ástsæla í helgarblaði Fréttablaðsins.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

​Þór­dís nýtt Leik­skáld Borgar­leik­hússins

Lífið

„Lewis Hamilton dúfna“ selst á metfé

Lífið

Kit Har­ingt­on í ein­læg­u við­tal­i um lok Game of Thron­es

Auglýsing

Nýjast

Fólk verður ekki „full­orðið“ fyrr en á fer­tugs­aldri

Ræða hvað­a per­són­a mynd­i fylgj­a með á eyð­i­eyj­u

Bear Grylls í nýjum gagn­virkum þáttum á Net­flix

Raun­v­er­u­­leik­a­­stjarn­a hand­­tek­in fyr­ir fíkn­i­efn­a­vörsl­u

Um­ræðu­drullu­mall á Austur­velli

Fékk ekki frið frá gælu­dýrum ná­grannans

Auglýsing