Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík á von á barni en hún tilkynnir þetta á Instagram síðu sinni á mynd með barnsföður sínum, Gesti Pálssyni en parið á fyrir litla dóttur.

Ljóst er að þau eru gífurlega hamingjusöm og spennt fyrir framtíðinni.

„Í lífinu finnst mér ég gera fátt annað en að detta milli lukkupotta. Fann ástina í Gesti sem er hinn besti. Við fengum Maríu sem er eitt listaverk og í sumar er svo von á nýrri stækkun!

Erum glöð og spennt fyrir komandi barni og umfram allt þakklát fyrir þetta dásamlega líf,“ segir Kristín og lætur fylgja með hjartákn.

Fréttablaðið sendir parinu hamingjuóskir með væntanlegt kríli.