Skilnaður Kim Kar­dashian og Kanye West er loksins genginn í gegn og mun Kim fá 200 þúsund Banda­ríkja­dali, rúmar 28 milljónir króna, á mánuði í með­lag vegna fjögurra barna þeirra.

Page Six greinir frá þessu en Kim og Kanye, sem voru gift í sjö ár, skildu að borði og sæng í febrúar 2021. Saman eiga þau börnin North, 9 ára, Saint, 6 ára, Chi­cago, 4 ára og Psalm, 3 ára.

Sam­kvæmt frétt Page Six sömdu þau um sam­eigin­legt for­ræði yfir börnunum en Kim mun þó hafa börnin hjá sér tölu­vert meira, að jafnaði átta daga af hverjum tíu.

Auk þess að greiða 200 þúsund dali í með­lag mun Kanye greiða helming allra út­gjalda vegna skóla­gjalda barnanna og vegna öryggis­gæslu þeirra.