Eldheit rómantík var við eldgosið í Geldingadölum fyrr í dag þegar karlmaður fór á skeljarnar í beinni útsendingu á Rúv 2.

Staðsetning er með eindæmum skemmtileg þar sem hann var beint fyrir framan myndavélina svo áhorfendur gátu fylgst spenntir með.

Ekki er hægt að heyra hvert svarið er en parið faðmast innilega eftir bónorðið og maðurinn gefur merki í myndavélina sem gefur til kynna að hún hafi svarað játandi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bónorði er varpað fram við gosstöðvarnar, en hann Sigur­björn Hlöð­ver Jóhanns­son kom sinni heitt­elskuðu, Ólöfu Helgu Jóns­dóttur á óvart fyrr á árinu. Sigurbjörn hafði boðið Ólöfu í þyrluflug og planað rómantíska stund í Geldingadölum, sem hún sagði hafi verið ekki eðlilega magnað.