Banda­ríska leik­konan og fyrir­sætan Tanya Roberts er látin, 65 ára að aldri. Hún lést í gær, að því er fram kemur á vef TMZ.

Þar segir að leik­konan hafi verið úti í göngu með hundana sína þegar hún hafi hnigið niður. Þegar heim var komið leið svo yfir leik­konuna.

Í kjöl­farið var Roberts flutt á spítala þar sem hún var sett í öndunar­vél. Haft er eftir tals­manni hennar að dánar­or­sök liggi ekki fyrir en tekið er fram að það hafi ekki verið vegna CO­VID-19.

Roberts lék í hinum ýmsu kvik­myndum og sjón­varps­þáttum. Þekktust er hún lík­legast fyrir hlut­verk sitt sem Bond stúlkan Stacey Sutt­on í A View To Kill þar sem Rooger Moor­e fór með aðal­hlut­verkið. Þá lék hún Mid­ge, mömmu aðal­per­sónunnar Donnu Pinciotti í grín­þáttunum That 70's Show.