Lífið

Boll­yw­o­od ætl­ar að end­ur­ger­a For­rest Gump

Frægasti leikari og framleiðandi Indlands, Aamir Khan, ætlar sér að framleiða og leika í endurgerð á Forrest Gump sem kom út árið 1994 og skartaði Tom Hanks í aðalhlutverki.

Það er spurning hvort Aamir muni stíga í fótspor Tom Hanks. Fréttablaðið/Getty

Bollywood leikarinn Aamir Khan ætlar sér að leika í og framleiða indverska endurgerð á Óskarsverðlaunamyndinni Forrest Gump frá árinu 1994 sem skartaði Tom Hanks í aðalhlutverki en þetta kemur fram í umfjöllun Variety. 

Khan sem er ofurstjarna innan indverska kvikmyndabransans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Mumbai í dag en kappinn er 54 ára gamall og segist alla tíð hafa verið mikill aðdáandi upprunalegu myndarinnar. 

„Ég hef alltaf elskað handrit Forrest Gump. Þetta er yndisleg saga um þessa persónu. Þetta er lífsmynd, sem lætur öllum líða betur. Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna,“ segir gífurlega spenntur Khan. 

Khan framleiddi kvikmyndina Dangal, sem er vinsælasta mynd allra tíma frá Indlandi og halaði inn rúmlega 300 milljónum bandaríkjadollara. Forrest Gump fékk á sínum tíma sex Óskarsverðlaun og er ein vinsælasta mynd Tom Hanks frá upphafi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Lífið

Hundar skilja ótrúlega margt

Kynningar

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Auglýsing

Nýjast

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Qu­een-æðið hefur góð á­hrif á krakkana

Rekur sögur kvenna í þeirra eigin skóm

Það flaug engill yfir safnið

Auglýsing