Elenor­a Rós Georgs­dóttir bakari hélt glæsi­legt út­gáfu­teiti í síðustu viku þar sem hún fagnaði út­gáfu bókarinnar Bakað meira með Elenoru Rós. Bókin er sjálf­stætt fram­hald af bókinni hennar Bakað með Elenoru Rós sem endaði á met­sölu­lista í fyrra. Elenor­a Rós hefur blómstrað í sínu fagi og vakið verð­skuldaða at­hygli, ekki síst fyrir út­geislun sína og ást­ríðu á bakstri.

Að þessu sinni er bókin köku­bók með fjöldann allan af spennandi upp­skriftum í æsku Elenoru. „Þessi bók er eins per­­sónu­­leg og þær ger­ast. Mamma gaf mér all­ar æsku­ upp­­­skrifta­bæk­urn­ar mín­ar, hand­skrifaðar með fal­­legu skrift­inni henn­ar og út­ataðar í slett­um og í þeim fann ég all­ar upp­­­skrift­irn­ar sem ég var stað­ráðin í að nota. Í bók­inni eru einnig keppn­is­­upp­­­skrift­ir frá mér, upp­­­skrift­ir frá við­burðum sem ég hef haldið, upp­­­skrift­ir sem ég hef búið til fyr­ir próf og sankað að mér síðan ég byrjaði að læra. Hún end­ur­­spegl­ar mig sem bak­ara al­veg frá barns­aldri og þangað til í dag, út­­skrifaður bak­ari að gefa út bók í annað skipti. Það eru alls kon­ar sæt­ar sög­ur í bók­inni og lang­ur for­­máli sem er mjög per­­sónu­­leg­ur og inni­­leg­ur,“ segir Elenor­a Rós.

Bókin er flott.
Fréttablaðið/Aðsend

Hjartað mitt yfir­flutt af þakk­læti

Út­gáfu­teitið gekk glimrandi vel og gestirnir fengu að njóta kræsinga að hætti Elenoru.

„Ég var búin að baka 6 upp­skriftir upp úr bókinni og yfir hundrað bita af hverri upp­skrift og það var varla neitt eftir. Vin­sælast var Milli­onaires short­bra­id sem ég bakaði fyrir veisluna en er jafn­framt ein mín upp­á­halds upp­skrift. Salurinn var skreyttur á rómantískan og mjúkan hátt og inn í salinn streymdu allt fólkið sem mér þykir vænst um á­samt alls­konar fólki sem meðal annars hefur fylgst með mér og bóka­ferlinu á Insta­gram. Ég endaði kvöldið með hjartað yfir­fullt af þakk­læti enda ekkert smá dýr­mætt að fá að fagna svona á­fanga með svona frá­bæru fólki.“

Þó svo að Elenor­a hafi gert þetta einu sinni áður segir hún ferlið kringum þessa hafi verið allt öðru­vísi.

„Þetta ferli var allt öðru­vísi, í þetta skipti var og er ekkert sam­komu­bann. Ég hef fengið að renna í gegnum bókina með öllu fólkinu mínu og átt dýr­mætar stundir, ég fæ að á­rita bækur í eigin per­sónu og mæta á alls­konar við­burði. Það er líka of­boðs­lega dýr­mætt að fá traustið og tæki­færið til að gera þetta aftur. Mér þykir líka ein­stak­lega vænt um þessa bók. Ég hellti mér alla í hana og hún er ein­stak­lega vönduð og per­sónu­leg. Ég hélt ein­hvern veginn að fyrst ég væri búin að gera þetta áður að ég yrði ekki jafn spennt í þetta skiptið en svo var alls ekki raunin. Ég er alveg jafn spennt ef ekki spenntari en ég var í fyrra skiptið,“ segir Elenor­a Rós með bros á vör full til­hlökkunar fyrir að­ventunni og jóla­bóka­gleðinni.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr útgáfuteitinu.

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend