Bóka­messan í Gauta­borg, einn stærsti bók­mennta­við­burður Norður­landa, verður haldin dagana 22. til 25. septem­ber. Ís­lenskar bók­menntir skipa sinn sess á há­tíðinni sem endra­nær og verður Mið­stöð ís­lenskra bók­mennta með bás á messunni í sam­starfi við Ís­lands­stofu. Í frétta­til­kynningu frá Mið­stöð ís­lenskra bók­mennta kemur fram að messan verði nú haldin aftur með hefð­bundnu sniði eftir heims­far­aldurinn þar sem nor­rænir les­endur og höfundar fá loksins tæki­færi til að hittast aftur.

Rit­höfundarnir Einar Kára­son og Guð­rún Eva Mínervu­dóttir koma fram í nokkrum við­burðum á messunni en bækur eftir þau njóta mikilla vin­sælda í Sví­þjóð.

Einar Kára­son ræðir bók sína Þung ský við John Sweden­mark þýðanda en bókin er væntan­leg á sænsku á næstu dögum. Einnig kemur Einar fram í við­burði á messunni á vegum Gauta­borgar­há­skóla þar sem hann fjallar um blóðs­út­hellingar og orrustur 13. aldarinnar í tengslum við Sturlungu á­samt Dr. Auði Magnús­dóttur sagn­fræði­prófessor við Gauta­borgar­há­skóla.

Guð­rún Eva verður í sam­tali með rit­höfundunum Lottu Lind­berg og Monu Hövring þar sem fjallað verður um hvernig kven­frelsi birtist í verkum þeirra á ó­líkan hátt. Bók Guð­rúnar Evu, Ástin Texas, kom ný­lega út í sænskri þýðingu og hefur fengið afar góðar við­tökur þar í landi.

Gauta­borgar­messan er bæði bók­mennta­há­tíð og sölu­messa þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér ný­út­komin verk og spjallað við höfunda, út­gef­endur og aðra aðila á bók­mennta­sviðinu.