Fyrsta barna­bók her­toga­ynjunnar Meg­han Mark­le virðist seljast lítið sem ekki neitt og er á engum vin­sældar­listum í Bret­landi í kjöl­far út­gáfu hennar, að því er breska götu­blaðið Daily Mail full­yrðir.

Barna­bókin sem ber nafnið „Bekkurinn“ (e. The Bench) er í 205 sæti á vin­sældar­lista Amazon en hún kom út í dag. Meg­han til­einkar þeim Harry og Archie bókina en þeir eru aðal­per­sónurnar. Hina splunku­nýju Lilli­bet Díönu er einnig að finna í bókinni.

Í um­fjöllun breska götu­blaðsins, sem Meg­han hefur meðal annars átt í mála­rekstri við, er því slegið upp að á meðan hafi ljós­mynda­bók Katrínar Midd­let­on, sem kom út fyrir nokkrum vikum hins­vegar rok­selst. Í þeirri bók er að finna ljós­myndir úr lífum CO­VID- inni­króaðra Breta frá árinu 2020.

Þá getur Daily Mail þess sér­stak­lega að gagn­rýn­endur hafi farið hörðum orðum um bók Meg­han. Þannig hafi gagn­rýnandinn Claire All­free hjá Daily Telegraph meðal annars sagt að bókin sé „fremur ó­læsi­leg.“ Þá er haft eftir not­endum á vef Amazon, að þeim hafi þótt bókin leiðin­leg og illa skrifuð.

Mynd/Penguin
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty