Lífið

Bók með tilgang

Ninna Þórarinsdóttir myndskreytir barnabókina Líkami minn er veikur en Elín Berglind Skúladóttir semur söguna. Bókin fjallar um stúlku með hvítblæði og tilgangurinn með útgáfunni er að styrkja krabbameinsveik börn.

„Okkur datt í hug að bókin gæti hjálpað öðrum börnum sem glíma við erfið veikindi og gott væri fyrir þau að hafa svona bók til að kíkja í," segir Ninna. MYND/EYÞÓR

Líkami minn er veikur er saga sem Elín samdi fyrir Arndísi Petru, dóttur sína, sem greindist með bráða eitilfrumukrabbamein aðeins fjögurra ára að aldri. Upphaflega samdi Elín söguna til að hjálpa Arndísi Petru að skilja hvað væri í gangi og hvers vegna hún væri á sjúkrahúsi og þyrfti að taka alls konar lyf. Svo vatt þetta upp á sig. Sagan lengdist, ég teiknaði myndir við hana og nú er sagan orðin að fallegri og litríkri bók sem okkur langar til að gefa út,“ segir Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður.

Draumurinn er að gefa bókina út í fjölda eintaka og því ákváðu Ninna og Elín að ganga til samvinnu við Karolina fund til að fjármagna útgáfuna. Prentmet ætlar prenta bókina sem verður með harðspjaldakápu. Allur ágóði af sölunni mun renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB.

Fræðsla fyrir börn

 „Okkur datt í hug að bókin gæti hjálpað öðrum börnum sem glíma við erfið veikindi og gott væri fyrir þau að hafa svona bók til að kíkja í. Við vonumst til að í framtíðinni geti einhverjir nýtt sér hana til að fræða börn á leikskólaaldri og á fyrstu árum grunnskóla eða til að undirbúa ung börn sem e.t.v. missa hárið vegna lyfjameðferðar eða þurfa að taka töflur og mixtúrur og sætta sig við lífið með veikindum,“ segir Ninna.

Þegar Ninna er spurð hvernig hafi gengið að teikna líflegar myndir við sögu um alvarlegan sjúkdóm segir hún það ekki alltaf hafa verið auðvelt. „Ég vildi draga fram björtu hliðarnar og fannst því passa að hafa myndirnar fremur glaðlegar og fullar af leikgleði. Ég vildi líka sýna hvernig Arndís Petra náði að njóta sín inni á sjúkrahúsinu. Hún er núna á góðum batavegi og fékk að heimsækja leikskólann sinn í vikunni.“

Ninna hefur áður myndskreytt námsbækur og Elín hefur starfað sem kennari í um áratug. „Okkur finnst báðum gaman að geta látið gott af okkur leiða. Þetta er okkar leið til þess,“ segir Ninna glaðlega.

Verkefnið þarf að ná ákveðnu lágmarki hjá Karolina fund til að verða að veruleika og vonast þær Ninna og Elín til þess að fólk aðstoði þær með þetta fallega verkefni. Í boði er m.a. að panta veggspjald og bókina sjálfa. Söfnunin hefst í dag og stendur til miðvikudagsins 14. nóvember.

Nánar má sjá á https://www.karolinafund.com/project/view/2249

https://www.facebook.com/likamiminnerveikur/

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um vortrendin í förðun

Lífið

Lopa­peysu­klám Ó­færðar heillar breskan rýni

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Auglýsing

Nýjast

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Átta glænýjar staðreyndir um svefn

Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig

Móðir full­trúa Króatíu býr á Egils­stöðum

Hamfarir að bresta á!

Dansamman sveif um með jafn­aldra barna­barnsins

Auglýsing