Lífið

Börnin þín eru feit og óhamingjusöm

Leikkonan Tori Spelling svarar árásum netverja sem voru harðorðir í garð hennar og barna hennar eftir myndbirtingu af þeim á Instagram.

Leikkonan Tori Spelling og eiginmaður hennar Dean McDermott eiga fimm börn, Liam 11 ára, Finn 6 ára, Stellu 10 ára, Hattie 6 ára og Beau 2 ára. Fréttablaðið/Getty

Bandaríska leikkonan Tori Spelling hefur ekki átt sjö daganna sæla síðustu misseri. Hjónaband hennar og Dean McDermott hefur einkennst af miklum sveiflum og hún hefur ekki enn náð sér eftir taugaáfall sem hún fékk í byrjun ársins.

Þessi fyrrum stórstjarnan sjónvarpsþáttanna Beverly Hills 90210 er stöðugt á milli tannanna á fólki og nú síðast vegna barna hennar. 

Tori sem er fimm barna móðir setti inn mynd af fjórum elstu börnum sínum á Instagram fyrsta skóladaginn þeirra í síðustu viku líkt og fjölmargir foreldrar. Myndbirtingin olli flóði neikvæðra athugasemda um klæðnað barnanna og útlit þeirra.

„Börnin þín eru feit. Það er óhollt,“ – umræða um holdafar barna hennar er ekki ný af nálinni hún hefur margsinnis verið skömmuð fyrir að hugsa lítið um mataræði þeirra. 

Athygli vekur hversu harðort og óvægið fólk var í athugasemdum sínum í garð barnanna. „Rúlluðu börnin þín fram úr rúmunum og fóru í það eina sem var hreint í fatahrúgunni á gólfinu?“ 

Sumir voru ekkert að skafa utan af því líkt og sá sem skrifaði; „Börnin þín virka óhamingjusöm og óörugg.“

Leikkonan Tori Spelling svaraði gagnrýni netverja með tilvitnun í gullnu regluna og minnti fullorðna á að vera góða fyrirmyndir barna sinna. Fréttablaðið/Getty

Einhverjir tóku upp hanskann fyrir börnin og leikkonuna og sögðu það einmitt frábært að börnin hennar væru bara ósköp eðlileg börn sem væru ekki uppstríluð í rándýrum tískufatnaði.

Tori svaraði gagnrýninni á börn sín með því að vitna í gullnu regluna og benti á að ummælin í hennar garð væru lítið annað en einelti og þeir fullorðnu sem hegðuðu sér með þessum hætti væru slæm fyrirmynd barna og ættu að skammast sín.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Lífið

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Lífið

Raddirnar verða að heyrast

Auglýsing

Nýjast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Líkt við Gaultier og Galliano

Í­huguðu nánast alla leikara í Hollywood fyrir Titanic

Auglýsing