Skipu­leggj­endur bresku raun­veru­leika­þáttanna Love Is­land hafa boðað ó­væntar risa­breytingar á þáttunum. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá en einungis eru ör­fáir dagar í að áttunda serían hefjist.

Bresku þættirnir eru heims­­­­­frægir og hafa notið mikilla vin­­­­­sælda í Bret­landi. Um verður að ræða áttundu þátta­röðina en þættirnir hverfast um hóp af föngu­­­­­legu ungu fólki sem eyðir tíma saman í glæsi­villu. Það er breski sjón­varps­maðurinn og þulur þáttanna, Iain Sterling sem til­kynnti um breytingarnar í sjón­varps­út­sendingu.

„Ég fæ aldrei neinar upp­lýsingar en ég er mættur með feitan ex­klúsív pakka,“ segir Iain. „Í ár, í fyrsta skiptið frá upp­hafi, ætlum við að leyfa ykkur sem heima sitjið að leika ástar­guðinn. Þið munið hafa val um það hvaða strákur parar sig saman með hvaða stelpu,“ segir Iain.

Eins og að­dá­endur þáttanna vita hefur það hingað til verið á færi kepp­endanna sjálfra að velja hvernig þau para sig saman í lúxu­s­villunni. Fyrsti þátturinn er sýndur í Bret­landi á mánu­dag og geta breskir á­horf­endur þegar kosið hverjir enda saman.

Iain hvetur alla breska að­dá­endur til að skoða Love Is­land smá­forritið. „Þið ráðið hverjir eru saman. Þið getið skoðað alla kepp­endur, fundið væ­bið og á­kveðið hverjir ykkur finnst að passi saman.“