Banda­ríska leik­konan Emma Roberts segir frá því spreng­hlægi­lega augna­bliki í spjalli við Jimmy Kimmel þegar hún neyddist til að blokka mömmu sína á Insta­gram eftir að hún opin­beraði ó­léttu hennar frammi fyrir al­þjóð. Horfa má á spreng­hlægi­legt við­talið hér fyrir neðan.

Þar segir hún frá því hvernig hún á­kvað að kaupa iP­hone síma handa mömmu sinni, sem aldrei hefur átt síma. „Fyrst hugsaði ég núna getum við spjallað á FaceTime og i­Messa­ge, hversu fal­legt. Þetta var bara ástar­veisla. Og þetta var það versta sem ég hef gert,“ segir hún létt í bragði.

Þá hafi móðir hennar fengið sér Insta­gram. Þar hafi hún verið fljótt að sanka að sér þúsundum fylgj­enda án þess að hafa hug­mynd um hvað hún væri að gera.

„Þetta var stór­slys,“ segir hún. Móðir hennar var svo spurð­f því að að­dáanda dóttur hennar á miðlinum hvort hún væri ó­létt. Þá stóð ekki á svörum. „Já!!!“ svaraði móðir hennar.

„Og ég komst bara að þessu á meðan ég var í flugi, svo ég gat ekki náð í hana,“ segir leik­konan. Móðir hennar hafi ekki þótt þetta mikið til­töku­mál. „Emma þú til­kynntir þetta sjálf. Ég sagði bara nei, það var slúður­blað!! Og hún bara „Ó það var ekki skýrt.“