Gaman er líka að fylgjast með framreiðslunni á laufabrauðinu og nú er hægt að fá þau með í ýmsum lúxus útgáfum. Hjá Gæðabakstri er framleiðslan á steiktu laufabrauði er komin á en það mun streyma í verslanir fyrir jólin. Nú er hægt að fá Lúxus laufabrauð með íslensku garðablóðbergssalti frá Vestfjörðum. ,,Þessi tegund er einstaklega góð, þó ég segi sjálfur frá, og gefur laufabrauðinu einstakt bragð,” segir Gísi Þorsteinsson sölustjóri Gæðabaksturs sem framleiðir Lúxus laufabrauðin.

FBL Lúxus laufabrauð jpg.jpg

Ostasósa og ídýfa á laufabrauðið
Lúxus laufabrauðið er steikt laufabrauð sem er aðeins framleitt fyrir jólahátíðina en þrátt fyrir að laufabrauðið komi aðeins á tilteknum tíma á hverju ári hefur smekkur fólks breyst og þróast þegar það er borðað. “Við sjáum sífellt fleiri sem kjósa annars konar bragð og álegg á laufabrauð en áður og Lúxus laufabrauðið er vitanlega svar við þeirri fjölbreytni. Margir kjósa það eintómt eða með smjöri en við sjáum líka að fólk velur hangikjöt, ost, mysing, brauðsalat og sultu ofan á laufabrauðið. Þá vitum við til þess að fólk sé að setja sykrað kaffi á laufabrauðið, maís, saltaða rúllupylsu, ídýfur og ostasósu, svo dæmi séu tekin.” Gísli segir að það séu ekki neinar fastar reglur hvernig á að snæða laufabrauðið. ,,Við teljum að það sé mikilvægast að láta ímyndunaraflið ráða og njóta þess á sem fjölbreyttasta máta. Sumir snæða líka laufabrauð á Þorranum, sem er bara hið besta mál.”

*Kynning