Lífið

Blása til opnunar­partýs: „Ertu að tala um kok­teila­­boðið?“

Eygló Egilsdóttir og Rúna Björg Sigurðardóttir opnuðu nú á dögunum glænýja þjálfunarstöð, Metabolic Reykjavík, og blása til opnunarpartýs í dag en þær eru afar þakklátar fyrir viðtökurnar og aðstoðina við að koma stöðinni upp.

Myndin til vinstri er tekin þann 14. nóvember síðastliðinn þegar þær stöllur skrifuðu undir leigusamning en myndin til hægri þann 7. janúar þegar stöðin opnaði. Samsett mynd/Eygló Egilsdóttir

Eygló Egilsdóttir og Rúna Björg Sigurðardóttir blása til opnunarpartýs sem haldið verður með pompi og prakt í glænýrri þjálfunarstöð, Metabolic Reykjavík, sem þær stöllur hafa opnað saman á Stórhöfða 17 við Gullinbrú en partýið er haldið í dag klukkan 17:30.  Í samtali við Fréttablaðið er Eygló augljóslega mjög spennt fyrir komandi teiti og stolt af opnun nýju stöðvarinnar, enda hefur mikill metnaður verið lagður í stöðina.

Gríðarlega þakklátar

„Já, ertu að tala um kokteilaboðið?“ segir Eygló í gríni og hlær. „Þetta er nú frekar svona lágstemmt, við erum með hérna með próteindrykki og banana og sódavatn og vefjur,“ segir Eygló létt í bragði en hún segir þær afar þakklátar fyrir stuðninginn en undirbúningurinn við opnunina tók langan tíma, eða rúmlega ár.

„Við fórum að gæla við hugmyndina í febrúar á síðasta ári og svo fór þetta á flug í ágúst. Við fengum svo góða hjálp við að koma þessu á lappirnar svona á lokasprettinum og viljum með þessu teiti þakka fyrir og bjóða fólk velkomið að taka þátt í gleðinni með okkur, ekki bara streðinu!“ segir Eygló sem segist jafnframt afar ánægð með æfingarstöðina sjálfa og húsnæðið.

„Þetta er alveg fimmhundruð fermetra rými og geggjuð aðstaða, þó ég segi sjálf frá sko. Opið rými, geggjaðir klefar og nóg rými, svo það eru engin rassaköst hér! Við erum afar ánægðar með að þjónusta almenning sem vill hreyfa sig og hafa gaman og höfum fengið góð viðbrögð, segir Eygló en stöðin hélt sinn fyrsta tíma þann 7. janúar síðastliðinn.

„Þetta hefur gengið alveg vonum framar, við vorum með stöð í Árbænum og fólkið sem var þar hefur meira og minna allt komið aftur, enda stutt fyrir þau að fara.“ 

Ná árangri fyrr

En hvað er metabolic?

„Metabolic er semsagt íslenskt æfingakerfi, sem er hannað af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem þróað hefur kerfið undanfarin tíu ár og er byrjað að taka flug á síðasta árinu. Við leggjum áherslu á hópaþrektíma og einblínum á styrk, þol eða kraft svo skilaboðin sem við sendum líkamanum og taugakerfinu eru ofboðslega skýr og líkaminn veit hvað hann á að gera við álagið sem hann verður fyrir á æfingum og þannig náum við árangri fyrr.“

Að lokum hvetur Eygló alla sem áhuga hafa til þess að kíkja við í opnunarpartýið á eftir og segir að mjög líklegt sé að sjálfur Helgi Jónas kíki við en hægt er að kynna sér starfsemi stöðvarinnar nánar á heimasíðu stöðvarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bitist um fyrsta hamborgarann

Lífið

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fólk

Fólk velur að eiga gott hjónaband

Auglýsing

Nýjast

Glasafrjóvgun í Prag skilaði tvíburum

Selma Björns­dóttir leik­stýrir ást­föngnum Shakespeare

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Kominn tími á breytingar

Auglýsing