Ís­lensku miðirnir Blámi og Fluga unnu gull og silfur verð­laun á al­þjóð­legri mjaðar­keppni í Banda­ríkjunum í vikunni, Mazer Cup.

Báðir miðir fengu verð­laun í flokki hálf­sætra session­mjaða, Blámi tók gullið en Fluga silfrið og er það í fyrsta sinn sem ís­lenskir miðir hljóta al­þjóð­leg verð­laun.

Blámi og Fluga eru báðir fram­leiddir í Reykja­vík af brugg­s­miðjunni Öldur og í þá eru notuð ís­lensk hrá­efni. Blámi er bruggaður með ís­lenskum blá­berjum og Fluga er krydduð með æti­hvannar­fræjum og blóð­bergi.