Leik­konan Blake Lively hefur gjör­breytt út­liti sínu við tökur á nýrri bíó­mynd og birti mynd af sér í vikunni skarta skála­klippingu. Leik­konan hefur löngum verið þekkt fyrir síða ljósa lokka og er um­breytingin því veru­leg þegar horft er á stutt músa­litað hárið sem hún skartar nú.

Lively breytti þó ekki að­eins um hár­greiðslu heldur fór hún í förðun og var látin líta út fyrir að vera að­eins veðraðri en að­dá­endur leik­konunnar eiga að venjast.

Fylgj­endur Gossip Girl stjörnunnar virðast flestir taka breytingunum með semingi og segja leik­konuna enn vera augna­yndi þrátt fyrir að hún skarti ekki sínum venju­lega Hollywood glamúr á myndinni.

Hefnir sín á ill­mennum


Lively leikur aðal­­hlut­­verkið í bíó­­myndinni The Ryt­hm Section sem kemur út í lok janúar. Þar leikur hún konu sem hyggst hefna sín á þeim sem urðu fjöl­­skyldu hennar að bana. Mót­­leikari hennar er enginn annar hjarta­­knúsarinn Jude Law og bíða margir spenntir eftir að sjá af­rakstur sam­starfs þeirra.