Leik­konan Blake Lively tók sig til og eyddi öllum myndum sem hún hafði birt á Insta­gram reikningi sínum að undan­skildu einu mynd­bandi. Á­stæða þess er hvorki rifrildi né líf­stíls­breyting heldur er um að ræða markaðs­brellu. Mynd­bandið sem er nú það eina sem rúm­lega 25 milljón fylgj­endur leik­konunnar geta séð er nefni­lega stikla úr væntan­legri kvik­mynd Lively.

Hefnir sín á morðingjum

Gossip Girl stjarnan leikur aðal­hlut­verkið í bíó­myndinni The Ryt­hm Section sem kemur út í lok janúar á næsta ári. Þar leikur hún konu sem hyggst hefna sín á þeim sem urðu fjöl­skyldu hennar að bana. Mót­leikari hennar er enginn annar hjarta­knúsarinn Jude Law.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lively eyðir öllum myndum sínum af Insta­gram en hún beitti sömu brellu á síðasta ári fyrir myndina A Simple Favor. Markaðs­brellan virðist hafa sín á­hrif og hafa nú þegar yfir fimm milljónir horft á stikluna úr væntan­legri bíó­mynd leik­konunnar slungnu.

Svona lítur reikningur leikkonunnar út í dag.
Mynd/Instagram