Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur gaf út sína sjöttu bók á dögunum, Litla bókin um blæðingar, sem fjallar um blæðingar og upplifun þúsunda íslenskra kvenna.

„Það er svo ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er ánægt með framtakið og hugrekkið að gefa þessu málefni svona mikið pláss. Mér reyndar finnst þetta miklu frekar bara nauðsynlegt en ekkert sérstaklega hugrakkt,“ segir Sigríður Dögg, alltaf kölluð Sigga Dögg, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er bara hluti af lífinu og sem slíkt þá verður að fræða um það.“

Ekki lengur einkamál kvenna

„Það sem mér þykir svo fallegt er að hér mættu bæði feður og mæður með börn sín, þetta er ekki lengur eitthvert einkamál kvenna heldur sjáum við núna að við öll þurfum fræðslu um blæðingar og við öll megum fræða um blæðingar,“ upplýsir Sigga Dögg sem hélt tvö útgáfupartí á dögunum á kaffihúsinu Lóla Flórens sem var skreytt hátt og lágt með tíðavörum.

Sigga Dögg var í kjólnum sem prýddi forsíðu bókarinnar ásamt því að vera með handgerða eyrnalokka sem voru píka og blóðdropi.

„Stríður straumur af foreldrum mætti með börn sín og nældi sér í eintak og súkkulaðimola,“ upplýsir Sigga Dögg en hún sá einnig til þess að enginn færi út tómhentur og bauð gestum upp á súkkulaði og tíðavörur.

Seinna útgáfupartíið var haldið daginn eftir en þá var foreldrum og unglingum boðið upp á blæðingafræðslu. „Það var þó nokkuð hlegið og jafnvel roðnuðu sumir gestanna smá, sér í lagi yngsta kynslóðin sem þykir þetta mál oft hið vandræðalegasta,“ segir Sigga Dögg á léttum nótum.

Í útgáfuteitinu voru tíðavörur víða.
Fréttablaðið/Aðsend
Fjöldi gesta kom og fagnaði útgáfunni með Siggu Dögg.
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Sigga Dögg áritar bókina.
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Hugmyndir af veitingum í túrteiti.
Fréttablaðið/Aðsend
Ástæðan fyrir að leghöfum langi í súkkulaði þegar þau eru á blæðingum.
Fréttablaðið/Aðsend
Ráð við píkuheilsu.
Fréttablaðið/Aðsend