Sæ­dís Anna Jóns­dóttir aug­lýsti í vikunni í hópnum Skreytum hús eftir að­stoð fólks við að gera upp her­bergi sonar vin­konu hennar. Hún segir frá því í færslunni að maður vin­konu hennar glími nú við ó­læknandi krabba­mein og að her­bergi sonar þeirra hafi setið á hakanum eftir að veikindin komu upp.

„Núna er það komið á loka­stig því miður. Þau hafa haft miklar væntingar og vilja til heimilis sem hefur allt setið a hakanum. sér­stak­lega hafa þau viljað gera fal­legt og skemmti­legt her­bergi fyrir 4ra ára son sinn sem elskar Minecraft, Lego og super Mario,“ segir Sæ­dís í færslunni og spurði svo hvort ein­hverjir í hópnum væru til í að að­stoða við að stílí­sera her­bergið fyrir smá pening.

„Það vantar engin hús­gögn, heldur bara mála og skreyta. Velja liti, ráð­leggingar með hvað er flott og hentar og slíkt. Ein­hvern með skemmti­legt í­myndunar­afl. Væri svo gaman að geta glatt strákinn (og for­eldrana),“ segir Sæ­dís í færslunni.

Þetta er færslan sem Sædís setti inn. Eins og má sjá voru margir sem skildu eftir athugasemd og líkuðu við hana.
Skjáskot/Facebook

Við­brögðin stóðu ekki á sér en að­eins stuttu eftir að færslan fór inn var fólk búið að bjóðast til þess að mála og hanna her­bergið auk þess sem þeim hafði verið boðin málning og á­höld til að koma á veggina. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Sæ­dís að auk þess hafi kona sent skila­boð sem ætlar að búa til búta­saums­teppi og lista­maður sem vildi gera lista­verk á vegg drengsins.

Sæ­dís segir að verkið sé eins og stendur full­mannað en að vin­kona hennar og maðurinn hennar séu núna að velta því fyrir sér hvort þau eigi að fá að nýta að­stoðina annars staðar.

„Þau keyptu húsið með það í huga að laga það og fylla það af börnum. En það er pæling núna hvort það væri skyn­sam­legra fyrir hana að selja húsið og byrja að nýju annars staðar. Og fá að­stoðina þar. Á­fallið kemur í raun þegar þau eru að safna fyrir fram­kvæmdunum,“ segir Sæ­dís.

Hún segist þakk­lát öllum þeim sem að buðu fram að­stoð sína og að þau hafi öll tekið vel í það að bjóða fram að­stoðina.

„Við bjuggumst ekki við svona miklum við­brögðum en hún ætlar að taka sér nokkra daga í að hugsa málið,“ segir Sæ­dís. „Það er alltaf gaman að sjá svona sam­hug.“