Þátturinn Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar­dóttur er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld. Að þessu sinni kíkir Sjöfn meðal annars í heim­sókn í eld­húsið til Ingi­bjargar Ástu Péturs­dóttur sæl­kera og mat­gæðings.

Ásta er stofnandi Café Mensu og frum­kvöðull í eld­húsinu á Hótel Flat­ey, þar sem hún full­komnar franska sæl­kera­rétti sem enginn stenst.

Að vinna við mat, elda og halda stórar og smáar veislur er það skemmti­legasta sem Ingi­björg Ásta gerir. „Það hefur verið svo frá­bært að vinna við það sem er líka á­huga­mál gegnum árin. Ég hef verið lukkunnar pam­fíll,“ segir Ingi­björg Ásta meðal annars í þættinum.

Síðan liggur leið Sjafnar á Sel­foss í nýju mat­höllina Mjólkur­bú Flóa­manna þar sem hún heim­sækir Árna Berg­þór Haf­dal, veitinga­mann og eig­anda Samúels­son Mat­bar. Árni fékk sex vikur til að setja staðinn á lag­girnar og var kominn með á­kveðna hug­mynd að mat­seðlinum um mánuði fyrir opnun.

„En við bjuggum til allar upp­skriftir og mat á einum degi, daginn fyrir opnun,“ segir Árni.

Að lokum bregður Sjöfn sér í eld­húsið sitt og töfrar fram for­rétt á ör­skammri stundu.