Björn Víglundsson. fyrrverandi forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins og eiginkona hans, Helga Árnadóttir einn af framkvæmdastjórum Bláa lónsins, keyptu hús Magnúsar Scheving og og Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur að Bauganesi í Skerjafirði.

Smartland greinir frá.

Fréttablaðið fjallaði um það þegar húsið fór á sölu fyrr í sumar. Húsið er teiknað af arkitektinum Sigurði Hallgrímssyni og hannað af Rut Káradóttir innanhúsarkitekt að innan.

Eignin er samtal 410 fermetrar að stærð, þar af eru 65 fermetrar óskráðir, á tveimur hæðum.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, þar af hjónasvítu með baðherbergi, sjónvarpsrými með skrifstofuherbergi, eldhús, borðstofu og stofu á efri hæð ásamt þvottahúsi og baðherbergi.

Á neðri hæð hússins er stórt tómstundarherbergi, líkamsræktaraðstaða og nuddherbergi. Þá er einnig tveggja herbergja íbúð með sérinngangi.