Björn Þór Sig­björns­son, út­varps­maður á Rás 1, setti sig í spor heil­brigðis­starfs­manns og klæddist hlífðar­búningi í út­sendingunni á Morgun­vaktinni í morgun.

Rás 1 greinir frá þessu á Face­book-síðu sinni en kollegi hans, Guð­rún Hálf­dánar­dóttir, birti einnig mynd af Birni á síðu sinni þar sem hún segir frá upp­á­tæki hans.

„Björn Þór fé­lagi minn kominn í vinnu­galla dagsins. Fylgist með Morgun­vaktinni á Rás 1. Hann er búinn að vera í gallanum í tæpan hálf­tíma og þetta tekur á,“ skrifa Guð­rún.