Björk túrar nú um Evrópu á órafmögnuðu Björk Orkestral-tónleikaröðinni. Upphaflega stóð til að hefja túrinn sumarið 2020 en öllum tónleikadagsetningum var frestað vegna heimsfaraldurs. Tónleikaröðin samanstendur af 11 tónleikum í Evrópu, tveimur í Norður-Ameríku og þremur í Suður-Ameríku.

Björk vekur athygli fyrir glæsilega sviðsbúninga hvert sem hún fer og ljóst að áhorfendur voru hvergi sviknir á tónleikum á Englandi og í Noregi um mánaðarmótin.

Björk kom fram á Blue Dot-hátíðinni í Manchester þann 24. júlí.
Fréttablaðið/Getty
Björk hefur frá upphafi vakið athygli fyrir einstaka sviðsframkomu.
Fréttablaðið/Getty
Bjarni Frímann Bjarnason stjórnaði hljómsveitinni í Manchester.
Fréttablaðið/Getty
Björk var einstaklega glæsileg á sviði á Olavsfest í Þrándheimi. Kammerkór Kænugarðs hitaði upp og The Trondheim Soloists deildu með henni sviðinu og léku undir.
Fréttablaðið/Getty
Hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Bjarni Frímann stóð vaktina á sviðinu við Kristianssen virkið í Þrándheimi.
Fréttablaðið/Getty
Björk flutti stóra smelli frá ferlinum á sviðinu í Þrándheimi og hóf leika með laginu Stonemilker af plötunni Vulnicura frá 2015.
Fréttablaðið/Getty
Það var mikið sjónarspil í Bergen þar sem Björk hélt tónleika í gærkvöldi.
Fréttablaðið/Getty
Grímurnar úr smiðju listamannsins James Merry eru einstakur og órjúfanlegur hluti af heildinni.
Fréttablaðið/Getty
Bjarni Frímann stjórnaði hljómsveitinni í Bergen.
Fréttablaðið/Getty
Það voru fimmtán gráður í Bergen í gær þegar tónleikar Bjarkar fóru fram undir berum himni.
Fréttablaðið/Getty