Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður, birti hjartnæma færslu á Facebook í dag þar sem hann minnist heimiliskattarins Markúsar Árelíusar sem lést í gær.

„Hjartaknúsarinn okkar hann Markús Árelíus kvaddi þennan heim í gær. Hann hefur gefið okkur ótal hamingjustundir í níu ár. Litla hjartað hans bara gafst upp. Mikil sorg ríkir í kotinu núna,“ skrifar Björgvin.

Björgvin Halldórsson og Markús Árelíus á góðri stundu.
Mynd/Skjáskot

Tónlistarmaðurinn er mikill kattavinur og átti um tíma fjóra ketti, Markús Árelíus, Sheilu, Elvis og Emmu, sem voru gæfir innikettir.