Hópur íbúa í Brook­lyn hverfinu í New York sam­einaði krafta sína nú á dögunum og bjargaði kettlingi úr hol­ræsi en hann hafði verið fastur þar í tvo sólar­hringa, að því er fram kemur á vef Insi­der. Mynd­band af björguninni má sjá hér að neðan.

Hópurinn notaði reipi og lóð til að fjar­læga lokið af hol­ræsinu. Að því búnu klifraði einn í­búanna ofan í og lóðsaði plast­poka til kettlingsins og náði honum þannig til sín.

Í mynd­bandinu má sjá í­búanna fagna inni­lega þegar kettlingnum var náð en ljóst er að honum var ekki hugað líf. „Þið verðið að brosa fyrir myndina,“ segir einn í­búanna. Sam­kvæmt frétt Insi­der á­kvað í­búinn, sem heitir José, að eiga kettlinginn og nefndi hann hana Sonia.