Fjöl­miðla­konan Björg Magnús­dóttir á von á sínu fyrsta barna með kærasta sínum Tryggva Þór Hilmars­syni.

Hún greindi frá fréttunum á Insta­gram og hafa við­brögðin ekki látið á sér standa, hátt í 500 manns hafa „líkað“ við færsluna og meðal þeirra sem óskað hafa skötu­hjúunum til hamingju með á­fangann eru Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra.

Björg er 37 ára gömul og starfar á RÚV sem þátta­stjórnandi.

Lífið leikur við fjöl­miðla­konuna en hún var ný­lega stödd í Torínó á Ítalíu með sendi­nefnd RÚV í Söngva­keppni evrópskra sjón­varps­stöðva, Euro­vision.