Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson eigandi World Class er þessa daganna staddur við fjórða mann á veiðum við PEI eyju undan ströndum Kanada. Þeir félagar duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar þeir settu í risastóran túnfisk og það á stöng. 

Veiðifélagarnir munu ekki fara með neinar ýkjur um stærð fengsins þegar veiðisagan verður sögð þar sem fiskurinn vó 400 pund eða um 200 kíló.  

Glíman tók nokkuð í enda ferlíki á línunni líkt og sjá má á myndinni. Túnfisksveiðar á sjóstöng eru algengt sport á þessum slóðum, þessi tiltekna tegund nefnist Bluefin tuna og getur orðið allt að tonn á þyngd.