Lífið

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Veiddi 200 kílóa túnfisk á stöng. Þessi dugar í marga sushiskammta.

Veiðifélagarnir Sigurður Matthíasson og Björn Leifsson veiddu 200 kíló túnfisk á stöng undan ströndum Kanada í gær, Fréttablaðið/Samsett mynd

Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson eigandi World Class er þessa daganna staddur við fjórða mann á veiðum við PEI eyju undan ströndum Kanada. Þeir félagar duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar þeir settu í risastóran túnfisk og það á stöng. 

Veiðifélagarnir munu ekki fara með neinar ýkjur um stærð fengsins þegar veiðisagan verður sögð þar sem fiskurinn vó 400 pund eða um 200 kíló.  

Glíman tók nokkuð í enda ferlíki á línunni líkt og sjá má á myndinni. Túnfisksveiðar á sjóstöng eru algengt sport á þessum slóðum, þessi tiltekna tegund nefnist Bluefin tuna og getur orðið allt að tonn á þyngd.

Túnfiskar af tegundinni Bluefin tuna eru algengir við PEI í Kanada þeir geta orðið allt að tonn að þyngd. Fréttablaðið/ Aðsend mynd

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

P. Did­dy byrjaður með fyrir­sætu af ís­lenskum ættum

Lífið

Dis­n­ey-bann á heim­il­i Knightl­ey

Fólk

Þefar uppi notaðan fatnað

Auglýsing

Nýjast

Taskan týndist í Frakklandi en kom í leitirnar á Íslandi

Vistar­verur Hauks Ingvars­sonar hlutu Tómasar­verð­launin

Auglýsa ódýran bragga án stráa

Mynd­band: Risa­köngu­ló hrellir fjöl­­­skyldu í Kópa­vogi

Heildræn sýn á heilsuna

Gísli Marteinn er til í að tala sig hásan um Tinna

Auglýsing