Lífið

Björn Bragi aftur á svið fyrir Mið-Ísland

Ný sýning verður frumsýnd á föstudaginn. Björn Bragi verður ekki með á frumsýningunni en kemur svo fram með hópnum.

Björn Bragi hefur haft hægt um sig að undanförnu. Fréttablaðið/Stefán

Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson verður með Mið-Íslandi í nýrri sýningu sem verið er að undirbúa. Þetta staðfestir Mið-Ísland á Facebook-síðu uppistandshópsins.

Björn Bragi hefur ekki komið fram síðan hann varð uppvís að því að áreita 17 ára stúlku kynferðislega á veitingastað á Akureyri í haust.

Hann hefur látið af störfum sem spyrill í Gettu betur, en því starfi hefur hann gegnt undanfarin ár. Það gerði hann að eigin frumkvæði þegar málið kom upp og sagðist með því vilja axla ábyrgð á gjörðum sínum.

Sýningin verður frumsýnd á föstudaginn. Björn Bragi verður ekki með í það skiptið en hann er í útlöndum. „Hann verður erlendis frumsýningarhelgina en mætir svo.“

Vísir greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fjölmiðlar

Björn Bragi hættir sem spyrill Gettu betur

Innlent

Segir af­sökunar­beiðni Björns góða og gilda

Innlent

„Ég gekk of langt og tek fulla á­byrgð“

Auglýsing

Nýjast

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Auglýsing