Íslenska tónlistarkonan Björk hefur ákveðið að endurgefa út allar plötur sína í formi segulbandsspóla. Slíkar spólur nutu mikilla vinsælda á síðustu öld en viku síðar fyrir geisladisknum, sem hefur nú vikið fyrir snjallsímanum. Björk greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni síðdegis í dag og birti þar myndir af segulbandsspólunum. 

„Við erum með aðra óvænta ánægju fyrir ykkur,“ skrifaði tónlistarkonan á Twitter-síðu sína. „Það kætir okkur mjög að gefa út safn segulbandsspólna í takmörkuðu upplagi.“