Sumar­dag­skrá Jazz­klúbbsins Múlans heldur á­fram annað kvöld þar sem djassarinn Bjarni Már Ingólfs­son stígur á svið á­samt vel mönnuðum kvartetti sínum.

„Þetta verður prógramm sem er blanda af mínum eigin lögum og svo lítt þekktari standarda og tón­smíðar sem ég hef verið að grúska í frá tón­skáldum djassins,“ segir Bjarni Már.

Að undan­förnu hefur Bjarni Már samið tón­list sem hann spilar með hinum ýmsum sveitum, bæði heima fyrir og í Sví­þjóð þar sem hann er bú­settur. „Ég á alveg fullt af frum­sömdu efni sem við tökum fyrir á tón­leikum,“ segir hann.

Áður en Bjarni Már snýr aftur til Stokk­hólms í meistara­nám ætlar hann þó að fá að­eins meiri djass­út­rás.

„Í ágúst verður djass­há­tíð þar sem ég verð með tríó-tón­leika þar sem ég stefni á að spila bara frum­samið efni. Ég verð svo með ein­hverja fleiri tón­leika, þar á meðal dúó-tón­leika með trompet­leikaranum Tuma Torfa­syni. Það er hitt og þetta fram undan áður en ég skelli mér aftur í námið.“

Tón­leikarnir annað kvöld hefjast klukkan 20. Með Bjarna Má verða Birgir Steinn Theó­dórs­son á bassa, Einar Scheving á trommur og Phil Doy­le á saxó­fón.