Bjarni er einn fræknasti leirlistamaður Íslendinga í samtímanum. Hann vinnur nú að verkum fyrir veitingastað Jean-George í New York, sem er Michelin-staður og er Jean-George sjálfur mjög þekktur í sínum bransa.

„Ég er einmitt nú að vinna vasa fyrir þá sem ég sendi utan í næstu viku, en þeir eru þegar búnir að fá eina sendingu frá mér. Jean-George er einnig með litla verslun og vill gjarnan setja verkin mín í sölu,“ segir Bjarni.

Vinsæll um veröld víða

Eftirspurn eftir verkum Bjarna hér heima og erlendis hefur margfaldast undanfarin misseri.

„Enda keypti ég mér nýjan ofn í fyrra og í næstu viku er annar á leið til landsins. Eftirspurn og sala hefur aukist svo mikið á Norðurlöndunum að ég sé fram á að þurfa að senda flest sem ég framleiði eftir jólamarkaðinn beint til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs,“ upplýsir Bjarni.

Jólamarkaður Bjarna er á nýrri og stærri vinnustofu hans að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði. Markaðurinn opnar fimmtudaginn, 18. nóvember og stendur fram á sunnudag. Afsláttur er að venju af öllum verkum og dýrindis veitingar í boði fyrir unga sem aldna. Gætt er að sóttvörnum og hægt að panta heimsóknartíma, ef óskað er. Opið frá klukkan 10 til 18.

Allir hjartanlega velkomnir! ■