Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, fékk bólu­setningu í dag. Þessu greinir hann frá brattur í skemmti­legri Insta­gram færslu.

Þar má sjá fjár­mála­ráð­herra í bol merktum Dokkunni, brugg­húsi á Ísa­firði. „Astra komið á sinn stað,“ skrifar Bjarni léttur í bragði.

Eins og fram hefur komið var met­dagur bólu­setninga í dag en rúm­lega 15 þúsund manns voru bólu­settir með bólu­efni Astra­Sene­ca.

„Gaman að sjá fram­kvæmdina í Laugar­dals­höll, allt til fyrir­myndar,“ skrifar Bjarni. „Það birtir til.“