Öll í stíl
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sendi fylgjendum sínum á Instagram hugheilar jólakveðjur með mynd af fjölskyldu sinni í eins náttfötum. Þess má geta að áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir er kærasta sonar hans, Benedikts Bjarnasonar.
Endalaus ást
Fjölmiðlakonan og plötustnúðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir og kærastan hennar Bára Guðmundsdóttir héldu jólin saman.
Jól í Grikklandi
Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og athafnakonan Móeiður Lárusdóttir sendu jólakveðju með myndum frá aðfangadegi.
Lítill jólasveinn
Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, og eiginmaður hennar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, sendu frá sér jólasveinakveðju.
Jólin með þér
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Alexander Alexandersson, betur þekktur sem Lexi Blaze, héldu sín fyrstu jól saman.
Þakklát fyrir allt
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi jólakveðju með mynd af fjölskyldunni sem var tekin korter í miðnætti.
Árlega jólamyndin
Áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir birti árlegu jólakveðjuna þar sem fjölskyldan er í eins náttfötum.
Jólabræður
Áhrifavaldurinn og guðfræðingurinn Erna Kristín Stefánsdóttir sendi kveðju með sætri mynd af tvíburasynum hennar sem fæddust fyrr á þessu ári.
Jól í Katar
Athafnakonan Kristbjörg Jónasdóttir og knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson birtu fallega mynd af fjölskyldunni með jólakveðju.
Fyrstu jólin
Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir sendi jólakveðjur með mynd af nýjasta fjölskyldumeðliminum, en sonur Bjargar og kærasta hennar, Tryggva Þórs Hilmarssyni fæddist 7. desember.
Hennar bestu jól
Áhrifavaldurinn og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir birti fallega fjölskyldumynd frá fyrstu jólum Elísu Eyþóru, en Katrín og eiginmaður hennar Markús Wasserbäch eignuðust dóttur þann 17. desember síðastliðinn.
Jólamyndataka
Förðunarfræðingurinn og vörumerkjastjórinn Erna Hrund Hermannsdóttir birti fallega fjölskyldumynd, en þau skelltu sér í myndatöku fyrir jólin.
Falleg fjölskylda
Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sendi jólakveðju með fallegum myndum fjölskyldunni.
Fyrstu jólin heima
Tískudrottnigin Elísabet Gunnarsdóttir og fjölskyldu héldu sín fyrstu jól í húsi þeirra í Skerjafirði.
Allt eins og það á að vera
Athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir með sonum sínum á jólunum.
Fyrstu jólin
Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, og unnusta hans, Hrafnkatla Unnarsdóttir, héldu fyrstu jólin með Benjamín litla sem kom í heiminn 10.nóvember síðastliðinn.
Minnir á að faðma hvort annað
Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir sendi jólakveðju með fallegri fjölskyldumynd.
Kom kærastanum loksins í jólanáttföt
Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir hefur reynt að koma kærasta sínum Frederik Aegidius í matching náttföt í tólf ár.
Fullkomin jól
Leik- og tónlistarparið Þórdís Björk Þorfinssdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson áttu fullkomin jól með sonum sínum.
Jólamæðgin
Brynja Dan Gunnarsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi verslunarinnar Extraloppan hélt jólin með syni sínum, Mána.
Tími fjölskyldunnar
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða betur þekktur sem Simmi Vill, og fyrrum eiginkona hans Bryndís Björg héldu jólin saman með sonum þeirra miðað við mynd sem Simmi deildi á samfélagsmiðlum:
„Jólin eru tími fjölskyldunnar,“ skrifar Simmi við myndina af fjölskyldunni.
Gleðileg jól rasshausar
Kristján Einar Sigbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, óskaði fylgjendum sínum gleðilegra jóla með mynd af sér í jólanáttfötum.