Ylfa býr í New York og hefur starfað sem leikkona vestur í Bandaríkjunum í árafjöld. Hún er fædd og uppalin á Íslandi, byrjaði að starfa ung í leiklist og dansi áður en hún flutti vestur um haf til að læra leiklist.

Þættirnir um Angus „Mac“ MacGyver eru endurgerð á vinsælum þáttum frá árinu 1985.

Í þættinum sem sýndur verður nú um helgina leikur Ylfa konu í Þýskalandi, sem er föst í rústum byggingar, en þess má geta að Egill Egilsson leikstýrði þættinum sem var tekinn upp í Atlanta.

Ylfa í hlutverkinu í MacGyver í kvöld. Hægt verður að horfa á þáttinn á Sjónvarpi Símans Premier á morgun.

„Það var frábært að vinna með Agli. Hann er magnaður leiktjóri og sem leikari er það alltaf þvílík gjöf þegar samstarf er skemmtilegt og gefandi,“ segir Ylfa.

Í gegnum tíðina hefur hún tekið að sé fjölmörg gestahlutverk í þekktum bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Law & Order, A Gifted Man, The Blacklist, The Hoop Life, The Education of Max Bickford þar sem hún lék á móti Richard Dreyfuss og The Knick þar sem hún lék á móti Clive Oven.

Þættirnir um MacGyver eru endurgerð á vinsælum hetju- og ævintýraþáttum frá 1985.