Fyrrum Bí­tillinn Paul Mc­Cart­n­ey er kominn með bólu­setningu. Mc­Cart­n­ey, sem er 79 ára, birti mynd af sér á Twitter í gær í bólu­setningu og skrifaði ein­fald­lega undir:

„Verið svöl. Verið sprautuð. -Paul“

Á myndinni sést heil­brigðis­starfs­maður sprauta bassa­goð­sögnina í hægri hand­legginn. Klæðnaður Bí­tilsins hefur vakið nokkra at­hygli en Mc­Cart­n­ey mætti í bólu­setninguna klæddur í bláan stutt­erma­bol, bláa prjóna­húfu og með for­láta and­lits­grímu úr paisl­ey munstri.

Ekki fylgir sögunni hve­nær Mc­Cart­n­ey var bólu­settur eða hvaða bólu­efni hann fékk.