Georg prins, sonur her­toga­hjónanna Vil­hjálms og Katrínar af Cam­brid­ge, fagnar sex ára af­mæli í dag en af því til­efni hefur Kensington­höll birt glæ­nýjar myndir af honum.

Georg Alexander Lúð­vík fæddist á spítala heilagrar Maríu í Lundúnum hinn 22. júlí árið 2013. Hann er fyrsta barn þeirra Vil­hjálms og Katrínar og sá þriðji í erfða­röð bresku krúnunnar. Hann á tvö systkini, þau Karlottu Elísabetu Díönu, fjögurra ára, og Lúðvík Arthúr Karl, eins árs.

Breska konungs­fjöl­skyldan birti myndirnar af bros­mildum Georg á Twitter en þar klæðist hann meðal annars ensku lands­liðs­treyjunni. Myndirnar tók móðir hans, Katrín, í görðum Kensington­hallar.

Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.