Ásdís Spanó myndlistarkona sýnir verk sín á sýningunni Continuum - Place í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi. Sýningin stendur til 4. júní. Á sýningunni setur hún fram frumspekilegar og óhlutbundnar birtingarmyndir heimsins þar sem tilbúni hluti hans og náttúran lifa hlið við hlið í viðkvæmu en flóknu bandalagi þar sem skynjun leikur lykilhlutverk í málverkum hennar.

Ásdís Spanó (1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan námi árið 2003. Hún stundaði einnig myndlistarnám við Central Saint Martins, University of the Arts London í Bretlandi og við Accademia di Belle Arti Bologna á Ítalíu. Ásdís hefur síðustu tvo áratugi sýnt verk sín á samsýningum og einkasýningum og er sýningin Continuum - Place 13. einkasýning hennar.