Lífið

Birti mynd af sér í karaókí með Zucker­berg

Rapparinn Kanye West birti í gær mynd af sér með Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook þar sem þeir voru í karaókí.

Fréttablaðið/Getty

Rapparinn Kanye West birti nú á dögunum mynd af sér ásamt stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, þar sem þeir voru saman í karaókí. Hann gaf hins vegar ekkert upp um það hvenær myndin var tekin.

Ekki er ljóst af hvaða tilefni rapparinn birti umrædda mynd en undir hana skrifar hann „Við sungum Backstreet Boys I want it that way“ en Zuckerberg hefur nýlega legið undir ámæli eftir að fréttir bárust af því að Facebook hefði fengið til liðs við sig markaðsfyrirtæki til að sverta mannorð gagnrýnenda sinna.

Kanye West hefur að sama skapi verið mikið í fréttum að undanförnu, þá helst fyrir stuðning sinn við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og nýlega tilkynningu sína, þar sem hann tilkynnti að hann hefði ákveðið að draga sig frá stjórnmálum, þar sem hann væri notaður af öðru fólki. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Lífið

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Lífið

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Auglýsing

Nýjast

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Auglýsing