Kim Kardashian West birti í gærkvöldi fyrstu myndina af nýfæddu barni hennar og tónlistarmannsins Kanye West, syninum Psalm West, á Instagram.

Í textanum með færslunni skrifar hún „Psalm Ye“ og virðist gefa til kynna að millinafn sonarins sé Ye. Hvort það sé raunverulegt millinafn Psalm skal ósagt látið en glöggir aðdáendur Kanye átta sig eflaust á að Ye nafnið er sprottið frá föðurnum.

Psalm fæddist 10. maí síðast­liðinn með eftir staðgöngumæðrun. Fyrir eiga hjónin hina fimm ára North West, hinn þriggja ára Saint West og dótturina Chi­cago West sem er rúm­lega árs gömul.

Stað­göngu­móðir bar Chi­cago einnig undir belti en læknar höfðu ráð­lagt Kim að forðast það að verða ó­frísk aftur sökum við­gróinnar fylgju í kjöl­far með­göngu.

View this post on Instagram

Psalm Ye

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on