Listaparið María Birta Bjarnadóttir og Elli Egilsson fögnuðu tveggja ára afmæli dóttur þeirra á dögunum.

Elli birti fallegar myndir af fjölskyldunni í tilefni þess og skrifar stoltur: „Til hamingju með afmælið litli sálufélagi. Ég trúi því ekki að þú sért orðin tveggja ára. Pabbi elskar þig svo mikið og ég er svo stoltur af þér ástin mín. Elska þig alltaf.“

Hjónin greindu frá því í haust að þau væru orðin foreldrar og spjölluðu um komandi jól með nýjum fjölskyldumeðlið í viðtali við Fréttablaðið.

Fjölskyldan er búsett í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem María Birta starfar sem leikkona og Elli er með sitt myndlistarstúdíó.