Birta Björnsdóttir, fatahönnuður og fyrrum eigandi verslunarinnar Júníform er stödd á hóteli Andorra á Spáni ásamt fjölskyldu sinni.
Birta birti myndband á Instagram síðu sinni í gær þar sem sýnir frá hennar verstu martröð, að festast í lyftu.
„Allt er einhvern tímann fyrst, mér finnst þetta pínulítið fyndið þar sem þetta er your worst nightmare,“ segir Birta.
Á meðað biðinni stóð reyndi fjölskyldan að ná sambandi við öryggisverði með því að ýta á neyðarhnappinn í lyftunni, en fengu bara svör á spönsku. Til allrar hamingju var þeim bjargað, og er sýnt frá fjölskyldunni skríða upp úr lyftunni með aðstoð starfsmanna hótelsins.

Mynd/Skjáskot