Karl Bretaprins á afmæli í dag en prinsinn er orðinn sjötugur. Í tilefni af því birti breska konungsfjölskyldan glæsilegar nýjar fjölskyldumyndir af Karli, ásamt eiginkonu hans, sonum og barnabörnum. 

Á myndinni sést Georg litli prins, sitja í kjöltu afa síns á meðan systir hans Karlotta prinsessa situr við hlið Kamillu, hertogaynjunnar af Cornwall. Þá heldur Kate Middleton á syni sínum prinsinum Lúðvík við hlið þeirra Vilhjálms, Harry og Meghan. 

Fréttablaðið sendir Karli Bretaprinsi og fjölskyldu hamingjuóskir í tilefni dagsins.